
Leiðbeiningar
Skref 1
Ofn hitaður í 175 gráður. Eggin aðskilin og eggjahvítan þeytt þar til hún verður stíf.
SKREF 2
Smjör brætt í potti við vægan hita, kælt dálítið.
SKREF 3
Sykur, mjólk, salt og vanillusykur sett í skál ásamt brædda smjörinu og hrært.
SKREF 4
Eggjarauðunum bætt út í.
SKREF 5
Bananar stappaðir og þeim hrært út í deigið ásamt súkkulaðinu.
SKREF 6
Hveiti og matarsóda blandað út í og hrært.
SKREF 7
Að síðustu er eggjahvítunum bætt varlega út í með sleikju.
SKREF 8
Deiginu hellt í smurt tertuform (smelluform eða sílikonform, ca. 24 cm) og bakað í ofni við 175 gráður 30-40 mínútur. Best er ef kakan er enn dálítið blaut í miðjunni þegar hún er tekin út úr ofninum. Kakan er dásamlega góð borin fram með þeyttum rjóma eða ís og hún er ekki síðri þegar hún er orðin köld, jafnvel betri!
hráefni
75gr Smjör
2 ½ dl Sykur
2 msk Mjólk
¼ tsk Salt
1 tsk Vanillusykur
2 stór Egg
2-3 þroskaðir Bananar
150gr Suðusúkkulaðidropar eða suðusúkkulaði, saxað smátt
2 ½ dl Hveiti
1 tsk Matarsódi