Döðlukaka með heitri karamellusósu

Leiðbeiningar

Skref 1

Hitið ofninn á 190 gráður og smyrjið hringlaga bökunardisk (9¨/25 cm) bökumót.

SKREF 2

Búið til karamellusósunna með því að hita öll hráefni í meðalstórum potti þar til fer að sjóða, hrærið reglulega til að leysa upp sykurinn.

SKREF 3

Lækkið hitan þegar suðunni er ná og hrærið stanslaust í 5 mín eða þar til sósan límist við skeiðina (þ.e. rennur ekki samstundis af henni).

SKREF 4

Hellið helmingnum af sósunni í bökunardiskinn og setjið í frysti. Geymið hinn helminginn af sósunni.

SKREF 5

Hitið vatnið og döðlurnar í potti. Þegar vatnið byrjar að sjóða takið pottinn af hitanum og hrærið matarsódanum saman við. Setjið til hliðar en haldið heitu.

SKREF 6

Takið fram litla skál og sigtið hveitið, lyftiduftið og saltið út í skálina. Hrærið vel saman sykrinum og smjörinu eða þar til blandan verður létt og loftkennd.

SKREF 7

Hrærið eggjunum saman við einu í einu og hrærið síðast vanilludropunum saman við. Blandið varlega helmingnum af hveitiblöndunni saman við (ekki nota rafmagnsknúna hrærivél, best er að gera þetta með sleif), bætið síðan döðlublöndunni út í og blandið saman.

SKREF 8

Hellið síðan afganginum af hveitiblöndunni út í og blandið varlega saman þar til hráefnin hafa rétt svo blandast alveg saman.

SKREF 9

Takið bökunardiskinn úr frystinum og hellið deiginu út í.

SKREF 10

Setjið í ofn og bakið í 30-40 mínútur (bökunartími er breytilegur eftir stærð á bökunarmóti), eða þar til tannstöngull sem stunginn er í kökuna kemur út með blautri mylsnu á sér.

SKREF 11

Leyfið kökunni að kólna í smá stund áður en hún borin fram.

SKREF 12

Takið kökubita upp með skeið og berið fram með heitri karamellusósu. Einnig er hægt að bera hana fram með rjóma eða vanilluís.

hráefni

180gr Döðlur (saxaðar)

250ml Vatn

1 tsk Matarsódi

175gr Hveiti

1 tsk Lyftiduft

½ tsk Salt

55gr Smjör

150gr Sykur

2 stór Egg (við stofuhita)

1 tsk Vanilludropar

hráefni - Sósa

500 ml Rjómi

90gr Púðursykur

2 ½ msk Sýróp