
Leiðbeiningar
Skref 1
Byrjað er á því að bræða smjör saman við sykurinn.
SKREF 2
Brytja döðlunar smátt og setja útí og soðið saman.
SKREF 3
Rice Crispies er síðan bætt útí og blandað saman við.
SKREF 4
Allt er sett í form með bökunarpappír, þjappað vel og suðusúkkulaði brætt og penslað ofan á og síðan sett í kæli.
Auka
Uppskriftin dugar í 1 ofnskúffu (samt ekki mjög stóra) eða skúffukökuform.
hráefni
350gr Smjör
170gr Sykur (má sleppa)
500gr Döðlur
4-5 bollar Rice Crispies
200-300gr Suðusúkkulaði