Skólastjórasúpa

Leiðbeiningar

Skref 1

Grænmetið skorið og steikt ásamt karrýinu.

SKREF 2

Chilisósa og soð sett í pottinn ásamt rjómaosti og rjóma. Hrært vel á meðan suðan kemur upp.

SKREF 3

Kjúklingabringurnar kryddaðar og steiktar, skornar í bita og settar út í súpuna rétt áður en hún er borin fram.

hráefni

3-4 msk Olía

1 ½ msk Karrý

1 heill Hvítlaukur

1 Blaðlaukur

1 Rauð Paprika

1 Græn Paprika

1 lítið Blómkálshöfuð

1 lítið Brokkolihöfuð

1 flaska Heinz Chilisósa

1.5 liter Kjúklinga- eða Grænmetissoð

400 gr Rjómaostur

1 peli Rjómi

4 Kjúklingabringur

Salt og pipar