Bananakaka 

Leiðbeiningar

Skref 1

Egg og sykur þeytt mjög vel saman þar til létt. Setjið hin þurrefni saman í skál hrærið þeim saman með sleif og setjið varlega út í eggið og sykurinn með sleif.

SKREF 2

Bakið við blástur 180-200 gráður í 20-25 mín.

SKREF 3

Smjör og flórsykur þeytt vel saman, egg og vanilludropar síðan útí. Súkkulaði brætt í vatnsbaði og látið kólna (volgt) og svo þeytt saman við. Ef smjörið í kreminu er brætt þá verður það glansandi og ef það er volgt verður kremið fluffy og létt.

SKREF 4

Kramdir bananar settir á milli og kremið sett ofan á.

hráefni

4 Egg

1 Bolli Sykur

1/2 Bolli Hveiti

2 msk Kakó

1 msk Kartöflumjöl

1-2 tsk lyftiduft

hráefni - krem

100gr Smjörlíki

100gr flórsykur

1 1/2 - 2 Suðursúkkulaðiplötur

1 Egg

Smá Vanilludropar