Brúnaðar Kartöflur

Leiðbeiningar

Skref 1

Kartöflur soðnar og afhýddar.

SKREF 2

Smjör og sykur hitað á pönnu þar til blandan hefur bráðnað og dökknað þá er kartöflum bætt út í.

SKREF 3

Rjómanum bætt við og kartöflunum vellt upp úr bráðinni á fremur háum hita þar til þær eu allar sykurhúðaðar jafnt.   

hráefni

70 gr Smjör

200 gr Sykur

0.75 dl Rjómi

2 kíló Kartöflur