
Leiðbeiningar
Skref 1
Steikið beikonið þar til það er orðið stökkt og gott, takið af pönnunni og skerið það í litla bita.
SKREF 2
Steikið blaðlauk og sveppi saman á pönnu, bætið pepperóníinu og hvítlauk á pönnuna og steikið létt.
SKREF 3
Skerið brauðið í teninga og raðið þeim í tvö eldföst mót, hellið blöndunni af pönnunni yfir brauðið. Skerið sólþurrkaða tómata og bætið út á ásamt ólífum og beikoninu.
SKREF 4
Skerið kryddostana niður í bita og setjið í pott ásamt rjómanum, hitið þar til allt hefur bráðnað saman. Hellið rjómanum yfir blönduna í eldföstu mótunum og dreifið svo rifna ostinum yfir.
SKREF 5
Hér er hægt að geyma réttina yfir nótt, pakkið þeim vel inn í plastfilmu og geymið inn í ísskáp.
SKREF 6
Kveikið á ofninum, stillið á 180 gráður, bakið inni í ofni í u.þ.b. 20 mín eða þar til osturinn fer að verða gullin brúnn. Fallegt er að setja smá svartan pipar yfir þegar rétturinn kemur úr ofninum, berið strax fram.
hráefni
1 bréf Pepperóní
2-3 Beikon sneiðar (má sleppa)
½ Blaðlaukur
1 Hvítlauksrif
10 Sveppir
16 Brauðsneiðar
10 Sólþurrkaðir Tómatar
1 dl Svartar ólífur (má sleppa)
600 ml Rjómi frá Örnu
1 stk Kryddostur frá Örnu með beikoni og papríku
1 stk Kryddostur frá Örnu með hvítlauk eða svörtum pipar
Rifinn ostur frá Örnu